Undirbúningur
Í byrjun árs 1998 hófst umræða meðal fagfólks að stofna þyrfti samtök fagaðila sem vildu efla líknandi meðferð hér á landi. Slík samtök höfðu verið starfrækt í nágrannalöndum okkar um árabil. Fyrirmynd samtakanna voru meðal annars „Nordisk förening for palliativ vård“ og „European Association for Palliative Care (EAPC)“. Að undirbúningi samtakanna stóðu:
- Anna Rós Jóhannesdóttir félagsráðgjafi, Landspítala
- Ásdís Þórbjarnardóttir, hjúkrunarfræðingur, Sjúkrahúsi Reykjavíkur
- Guðlaug Þórsdóttir, læknir, Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands og Sjúkrahúsi Reykjavíkur
- Svandís Íris Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræðingur, Landspítala
- Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur, Sjúkrahúsi Reykjavíkur
- Þórunn Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur, Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands
- Valgerður Sigurðardóttir, læknir Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands og Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands
Stofnfundur samtakanna
Stofnfundurinn var haldinn 16.apríl 1998 í húsi Krabbameinsfélags Íslands. Fundinn sóttu á milli 60-70 manns og ljóst var á þessum fyrsta fundi að áhugi, þörf og velvilji var mikill. Stofnfélagar voru skráðir 61. Ákveðið var að félagið yrði þverfaglegt og ætlað fagfólki sem fengist við líknandi meðferð í starfi sínu.
Fyrsta stjórn samtakanna
- Erna Haraldsdótttir, hjúkrunarfræðingur Líknarteymis Landspítalans og Heimahlynningar Krabbameinsfélags Íslands, formaður.
- Anna Rós Jóhannesdóttir, félagsráðgjafi Landspítalans, varaformaður.
- Sigurður Árnason, krabbameinslæknir Landspítala og Heimahlynningar Krabbameinsfélags Íslands, meðstjórnandi.
- Ásdís Þórbjarnardóttir, hjúkrunarfræðingur Sjúkrahúsi Reykjavíkur, ritari.
- Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprestur Landspítala, gjaldkeri.
- Sigrún Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Heimahlynningar Akureyrar, varamaður .
- Svandís Íris Hálfdánardóttir, hjúkrunarfræðingur krabbameinslækningadeild Landspítala varamaður .
- Guðlaug Þórsdóttir, læknir Heimahlynningar Krabbameinsfélags Íslands og Sjúkrahúsi Reykjavíkur
- Valgerður Sigurðardóttir, læknir Heimahlynningar Krabbameinsfélags Íslands og Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands.
Verkefni
- Frá upphafi hefur stjórn samtakanna fundað einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.
- Fréttabréf hefur verið gefið út tvisvar á ári fá upphafi. Í fréttabréfunum eru fréttir af starfinu og dagskrá framundan hverju sinni.
- Námskeiðshöld – eitt af fyrstu umfjöllunarefnum stjórnar var mikilvægi þess að halda námskeið, annars vegar til að auka þekkingu á líknarmeðferð og hins vegar styrkja fagaðila í starfi.
- Vorið 1999 var haldið fyrsta námskeið samtakanna og fjallaði það um samskipti. Umsjónaraðili var Nanna Sigurðardóttir, félagsfræðingur.
Nýtt nafn
Í byrjun árs 2007 fengu samtökin nýtt nafn og merki eftir hugmyndasamkeppni þar að lútandi. Samtökin heita nú Lífið – Samtök um líknandi meðferð. Merkið sem valið var vísar til vatnaliljunnar og er í vatnsbláum og gulum lit sem vísar til vatnsins og sólarinnar. Hjá forn Egyptum táknaði lótusblómið endurfæðingu. Höfundur er Rósa Stefánsdóttir vefhönnuður.