HeimMyndbönd

Myndbönd

Myndbrot með Valgerði Sigurðardóttur, yfirlækni líknardeildar í Kópavogi

Lífið lét gera Fræðslumyndbandið Líf og líkn árið 2007 með stuðningi Oddfellow reglunnar. Í fræðslumyndinni er fjallað um sögu líknarmeðferðar og rætt við helstu sérfræðinga Íslands á þessu sviði.

Kraftmikið grasrótarstarf hefur verið unnið hér á landi sl. 30 ár sem miðar að því að breiða út þekkingu og viðukenningu á líknarmeðferð fyrir alla langveika einstaklinga á Íslandi.

Fræslumyndbandinu hefur verið dreift til almenningsbókasafna og heilbrigðisstofnana á landinu. Jafnframt er hægt að kaupa það og fá póstsent heim fyrir 1000 krónur.

Smellið á flipann pantanir og skráið pöntun.

Einnig er hægt að hafa samband við Vöku Haraldsdóttur ritara Heimahlynningar LSH. Netfang: vakah@landspitali.is, Sími: 543 6360.

Listin að deyja – ráðstefna 2015

Listin að deyja var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í Hátíðasal Háskóla Íslands 16. apríl 2015. Hér eru upptökur af ráðstefnunni birtar í tveimur hlutum.