Rósa Stefánsdóttir vefhönnuður hannaði logo samtakanna. Rósa valdi vatnalilju sem tákn samtakanna en í þúsundir ára hefur hún verið tákn fyrir andlega uppljómun.
Rósa segir um hugmyndafræðinni að baki hönnun sinnar: “Ég vildi fá fram yfirbragð virðingar, hreinleika og fagmennsku. Ég valdi virðingu því líknarmenning stuðlar að því að einstaklingurinn ljúki æviskeiðinu á virðulegan hátt. Hreinleika því líknarmeðferð er í höndum heilbrigðisstarfsfólks og fagmennsku þar sem allir aðilar eru sérfræðingar og fagmenn á sínu sviði”.