HeimÍslenskar Rannsóknir

Íslenskar Rannsóknir

2016

Guðrún Jónsdóttir og Helga Jónsdóttir. Ritrýnd fræðigrein í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Líknarmeðferð fyrir sjúklinga með langvinna lungnateppu. Að vera samstiga. https://www.hjukrun.is/library/Skrar/Timarit/Timarit-2016/3-tbl-2016/Liknarmedferd.pdf

Kristín Lára Ólafsdóttir gerði rannsókn til Meistaraprófs í hjúkrunarfræði: Samtal líknarhjúkrunarfræðinga við sjúklinga með nýgreint útbreitt lungnakrabbamein um áætlun um meðferðarmarkmið. Reynsla sjúklinga og aðstandenda. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni.

Silja Jóhannesdóttir gerði rannsókn til Meistaraprófs (MS) í heilbrigðisvísindum: Samskipti snúast um fleira en gott viðmót : reynsla aðstandenda af samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk í lífslokameðferð. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni. 

Þórunn Pálsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir. Könnun á mati hjúkrunarfræðinga á eigin mati á lífslokameðferð og viðhorfum þeirra til meðferðarferlisins Liverpool Care Pathway: Forprófun á spurningalistanum End-of-life Care. https://www.hjukrun.is/library/Skrar/Timarit/Timarit-2016/3-tbl-2016/Lifslokamedferd.pdf

Urður Ómarsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir, BS ritgerði í hjúkrunarfræði: Líðan sjúklinga með langvinna lungnateppu og áherslur í líknarmeðferð: Fræðileg samantektRannsóknin er vistuð hjá Skemmunni.

2015

Svala Berglind Robertson skrifaði Meistararigerðina (MS) í hjúkrunarfræði: Sérhæfð lífslokameðferð á bráðalegudeild : viðhorf, reynsla og ánægja aðstandendaRitgerðin er vistuð hjá Skemmunni

2014

Aníta Aagestad og Rakel Óskarsdóttir skrifuðu BS ritgerðina í hjúkrunarfræði: Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga: Áhrif á umönnun við lok lífs. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni. 

Bergþóra Stefánsdóttir skrifaði Meistararigerðina (MS) í hjúkrunarfræði: Sérhæfð lífslokameðferð á bráðalegudeildum : viðhorf og reynsla hjúkrunarfræðingaRitgerðin er vistuð hjá Skemmunni.

Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifaði Doktorsritgerð við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Andlegir, trúarlegir og tilvistarlegir þættir innan líknarmeðferðar.

Jóhanna Ósk Eiríksdóttir skrifaði meistararitgerð (MS) í hjúkrunarfræði: Heilsufar, færni, einkenni og þarfir íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum með hálfs árs lífslíkur eða minna í samanburði við aðra íbúa. Aftursýn lýsandi rannsókn. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni

Sigríður Zoega skrifaði doktorsritgerð við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands um Quality Pain Management in the Hospital Setting. Ritgerðin er vistuð í Skemmunni. http://skemman.is/item/view/1946/19855

Þórunn Pálsdóttir skrifaði Meistararigerð (MS) í hjúkrunarfræði: Lífslokameðferð : viðhorf hjúkrunarfræðinga til umönnunar deyjandi einstaklinga og notkunar meðferðarferlisins LCP. Forprófun á spurningalista. Rannsóknin er vistuð hjá Skemmunni. 

2013

Auður Einarsdóttir skrifaði Meistararitgerð í hjúkrunarfræði: Að kveðja heima : ánægja aðstandenda með líknar – og lífslokameðferð : forprófun á FATE spurningalistanum. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni.

Þorgerður María Halldórsdóttir gerði BS verkefni í mannfræði: Not only for the dying: Palliative care and death denial. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni.

2012

Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir, félagsráðgjafi gerði BA ritgerðina Að lifa og deyja með reisn. Félagsráðgjöf í líknarmeðferð. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni

Valgerður Hjartardóttir hjúkrunarfræðingur, djákni og fjölkyldumeðferðarfræðingur hjá Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu gerði árið 2012 meistararannsónknina: Að eiga samtal við barn þegar foreldri greinist með krabbamein. Afrakstur ritgerðarinnar er m.a. barnabók sem ber heitið „Krabbameinið hennar mömmu“ og fylgdi bókin ritgerðinni í sér hefti. Rannsóknin er vistuð hjá Skemmunni.

2011

Anný Lára Emilsdóttir skrifaði Meistararitgerð (MS) í hjúkrunarfræði: Vettvangsathugun á lífslokum á íslensku hjúkrunarheimili. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni. 

Ásta Bjarney Pétursdóttir skrifaði Meistararitgerð (MS) í hjúkrunarfræði: „Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga er vegvísir sem vaktar og varðar ferli hjúkrunar við lífslok“ : fyrirbærafræðileg rannsókn um reynslu hjúkrunarfræðinga af því að fylgja slíku ferli. Rannsóknin er vistuð hjá Skemmunni. 

Hafdís Helgadóttir hjúkrunarfræðingur hjá Heimahlynningu Landspítala gerði árið 2011 meistararannsóknina: Vanlíðan krabbameinssjúklinga. Mat á innleiðingu klínískra leiðbeininga um mat á og meðferð við vanlíðan krabbameinssjúklinga á geislameðferðardeild LandspítalaRannsóknin er vistuð hjá Skemmunni.

Heiðdís Harpa Kristjánsdóttir skrifaði Meistararitgerð (MS) í hjúkrunarfræði: Líknandi meðferð á íslenskum hjúkrunarheimilum: viðhorf og þekking hjúkrunarfræðinga. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni.

Kristín Helga Jónasdóttir, Guðrún Jakobína Jónsdóttir, Þorgunnur Lilja Jóhannesdóttir skrifuðu BS verkefni í hjúkrunarfræði: Meðferðarsamband : samskipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og aðstandendur í líknandi meðferð í heimahúsum. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni.

2010

Guðríður Kristín Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspitala gerði árið 2010 meistararannsókninaLíknarþjónusta fyrir sjúklinga með langt gengna hjartabilun og aðstandendur þeirra: Fræðileg samantekt. Skoða rannsókn.

 Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur gerði meistararannsókn í hjúkrunarfræði. Hjúkrun sjúklinga með langvinna lungnateppu. Innleiðing líknarmeðferðar á sjúkradeild. Ritgerðin er vistuð í Skemmunni: http://hdl.handle.net/1946/6123

Ólöf Margrét Snorradóttir, guðfræðinemi gerði ritgerð til BA prófs: Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín. Birting kristins mannskilnings í líknarmeðferð. Ritgerðin er vistuð hjá Skemmunni. 

2009

Ásdís Þórbjarnardóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur hjá Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu gerði árið 2009 meistararannsóknina: Líknarþjónusta á Íslandi í alþjóðlegu ljósi. Grasrótin var upphafið – næsta skref er stefnumótun. Skoða rannsókn

Bryndís Gestsdóttir hjúkrunardeildarstjóri líknardeildar aldraðra á Landakoti gerði árið 2009 meistararannsóknina: Helstu einkenni og hjúkrunarþarfir sjúklinga í líknarþjónustu á Íslandi, langtímarannsókn. Rannsóknin er vistuð hjá Skemmunni.

Ingibjörg J. Friðbertsdóttir hjúkrunarfræðingur á göngudeild krabbameinssjúklinga og Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu gerði árið 2009 meistararannsóknina: Svæðanudd sem hjúkrunarmeðferð við krabbameinstengdri síþreytu. Skoðun í ljósi gagnreyndrar þekkingar. Skoða rannsókn

2008

Berglind Víðisdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur hjá Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu gerði árið 2008 meistararannsóknina: Langvinn veikindi: Þarfir viðhorf og upplifun stjórnenda og starfsmanna á vinnustöðum.

2007

Kristín Sólveig Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur hjá Hjúkrunarþjónustu Eyjafjarðar gerði árið 2007 meistararannsóknina : Mundu að ég er ennþá á lífi.

Elísabet Hjörleifsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri gerði árið 2007 doktorsrannsóknina: Icelandic Patients in Oncology Outpatient Care. Distress, Coping and Satisfaction with Care. A Doctoral Dissertation. Elísabet hefur tekið þátt margskonar rannsóknarstarfi bæði hérlendis og erlendis. Jafnframt sinnt kennslu og öðru fræðastarfi við Háskólann á Akureyri til fjölda ára.

2006

Nanna Friðriksdóttir sérfræðingur í hjúkrun og lektor við hjúkrunarfræðideild, Valgerður Sigurðardóttir sérfræðingur í líknarlækningum og yfirlæknir líknardeildar í Kópavogi og Sigríður Gunnarsdóttir doktor í hjúkrun og yfirmaður fræðasviðs Landspítala gerðu árið 2006 rannsókn á þörfum fjölskyldu krabbameinssjúklinga sem fengu sérhæfða þjónustu. Þær hafa tekið þátt margskonar rannsóknarstarfi síðastliðin ár. Jafnframt sinnt kennslu og öðru fræðastarfi.

2005

Bragi Skúlason sjúkrahússprestur á Landspítala gerði árið 2005 rannsókn á ekklum á Íslandi 1999-2001. Bragi gaf í kjölfarið út bók sem hann nefnir: Ekklar á Íslandi. Bragi vinnur nú að doktorsrannsókn sinni á tengdu efni. Bragi hefur skipulagt kennslu og fræðastarf varðandi sálgæslu til fjölda ára.

 

2004

Arndís Jónsdóttir sérfræðingur í hjúkrun og starfsmaður líknarteymis Landspítala gerði árið 2004 meistararannsóknina: The relationship between loss of a relative or a friend and health and well-being in the first year of bereavement.

Þorbjörg Sóley Ingadóttir sérfræðingur í hjúkrun gerði árið 2004 meistararannsóknina: Technological dependency – The experience of using home ventilators and long-term oxygen therapy: Patients’ and families’ perspective.