Alþjóðadagur líknarmeðferðar er haldinn hátíðlegur á ári hverju annan laugardag í október. Að þessu sinni ber hann upp á laugardaginn 12. október n.k. og yfirskriftin er ,,Mín meðferð, minn réttur".
Markmið dagsins er að vekja athygli á rétti fólks til líknarmeðferðar um allan heim en aðgengi að líknarmeðferð er ekki sjálfsagður hluti af heilbrigðisþjónustu í öllum löndum. Hvatt er til samtals meðal almennings, heilbrigðisstarfsfólks og yfirvalda um það hvað felst í því að veikjast af lífsógnandi sjúkdómi og hvernig við sem samfélag best getum veitt góða þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda.
Sjá nánar hér: http://www.thewhpca.org/
Í tilefni af alþjóðadeginum fóru fulltrúar Lífsins í útvarpsviðtal sem má hlýða á hér:
https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616?ep=7hlf2b
Af sama tilefni var birt grein á netmiðli Fréttablaðsins sem fá finna hér:
https://www.frettabladid.is/skodun/liknarmedferd-ekki-eingongu-vid-lok-lifs/