Stjórn Lífsins vekur athygli á áhugaverðu og fræðandi viðtali Lindu Blöndal sjónvarpskonu á Hringbraut við Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur formann Lífsins. Guðlaug Helga starfar sem sjúkrahúsprestur við Líknardeild Landspítala í Kópavogi.
Tilefni viðtalsins var að upplýsa um líknarmeðferð almennt en einnig leiðrétta rangfærslur sem því miður hafa verið áberandi að undanförnu í kjölfar nýlegrar skýrslu ráðherra um dánaraðstoð. Í þeirri skýrslu gætir því miður misskilnings um hugtök, þar sem líknarmeðferð er ranglega talin vera tegund dánaraðstoðar. Alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við ofangreinda skýrslu.
Í meðfylgjandi hlekk má skoða viðtalið við Guðlaugu Helgu:
https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/21/liknarmedferd-er-ekki-danaradstod-og-sinfoniuhljomsveit-sudurlands-stofnud/