Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar 8. október 2016
"Að lifa og deyja í sársauka - það þarf ekki að vera raunin"
Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar 8. október 2016
Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er haldinn ár hvert. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli og auka skilning á líknarmeðferð og styðja við þá meðferð á alþjóðavettvangi. Hvert ár hefur ákveðna yfirskrift og er yfirskrift dagsins í ár: Að lifa og deyja í sársauka – Það þarf ekki að vera raunin (“Living and dying in pain: It doesn´t have to happen”).
Í tilefni af alþjóðlegum degi líknarmeðferðar er verið að vinna að heildaruppfærslu og endurskoðun á vefsíðu Lífsins – samtaka um líknarmeðferð www.lsl.is. Ný og endurbætt vefsíða verður tekin í notkun nú í októbermánuði. Heilbrigðisstarfsfólk er hvatt til þess að kynna sér hugmyndafræði líknarmeðferðar enn frekar. Aukin þekking á líknarmeðferð og efling líknarmeðferðar stuðlar að betri þjónustu við öll þau sem haldin eru lífsógnandi sjúkdómum sem og fjölskyldur þeirra.
http://www.visir.is/lifsgaedi-og-lifsognandi-sjukdomur/article/2016161009014