Stjórn Lífsins sendir félagsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár! Meðfylgjandi er Jólafréttabréf Lífsins!
Lífið
Lífið
Stjórn Lífsins sendir félagsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár! Meðfylgjandi er Jólafréttabréf Lífsins!
Katrín Edda Snjólaugsdóttir hjúkrunarfræðingur í líknarráðgjafarteymi Landspítalans skrifar fræðandi blaðagrein "Þegar lífið fer á hvolf" sem birt var 13/10/2020 á Vísi.
Greinina má nálgast hér:
https://www.visir.is/g/20202024303d/thegar-lifid-fer-a-hvolf
Stjórn Lífsins vekur athygli á áhugaverðu og fræðandi viðtali Lindu Blöndal sjónvarpskonu á Hringbraut við Guðlaugu Helgu Ásgeirsdóttur formann Lífsins. Guðlaug Helga starfar sem sjúkrahúsprestur við Líknardeild Landspítala í Kópavogi.
Tilefni viðtalsins var að upplýsa um líknarmeðferð almennt en einnig leiðrétta rangfærslur sem því miður hafa verið áberandi að undanförnu í kjölfar nýlegrar skýrslu ráðherra um dánaraðstoð. Í þeirri skýrslu gætir því miður misskilnings um hugtök, þar sem líknarmeðferð er ranglega talin vera tegund dánaraðstoðar. Alvarlegar athugasemdir hafa verið gerðar við ofangreinda skýrslu.
Í meðfylgjandi hlekk má skoða viðtalið við Guðlaugu Helgu:
https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/21/liknarmedferd-er-ekki-danaradstod-og-sinfoniuhljomsveit-sudurlands-stofnud/
Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er laugardaginn 10. október 2020
Dagurinn er haldinn ár hvert til þess að vekja athygli á líknarmeðferð og fyrir hvað hún stendur.
Um er að ræða heildræna meðferð þar sem leitast er við að mæta líkamlegum, sálrænum, félagslegum og andlegum þörfum fólks með lífsógnandi og/eða langvinna sjúkdóma sem og fjölskyldum þess. Sérhæfð líknarmeðferð er veitt af líknarráðgjafateymi Landspítala, HERU - sérhæfðri líknarheimaþjónustu og á líknardeild Landspítala í Kópavogi.
Yfirskrift dagsins í ár er ,,Mín meðferð - Mín líðan".
Áhersla er á að meðferðin sé einstaklingsmiðuð og sniðin að þörfum hvers og eins.
Á næstu dögum verða birtir sérstakir fróðleiksmolar um líknarmeðferð á nýrri Instagram síðu Lífsins - Samtaka um líknarmeðferð:
https://www.instagram.com/lifid_samtok_um_liknarmedferd/
Aðalfundur Lífsins - samtaka um líknarmeðferð verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8,
fimmtudaginn 28.maí 2020 kl. 17
Dagskrá:
Léttar veitingar og almennar umræður um stefnu og strauma í líknarmeðferð.
Sunnan yfir sæinn breiða, sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða, hlær – og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin, stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma, – segðu engum manni hitt!
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
(Lag: Valgeir Guðjónsson, texti Jóhannes úr Kötlum)
Alþjóðadagur líknarmeðferðar er haldinn hátíðlegur á ári hverju annan laugardag í október. Að þessu sinni ber hann upp á laugardaginn 12. október n.k. og yfirskriftin er ,,Mín meðferð, minn réttur".
Markmið dagsins er að vekja athygli á rétti fólks til líknarmeðferðar um allan heim en aðgengi að líknarmeðferð er ekki sjálfsagður hluti af heilbrigðisþjónustu í öllum löndum. Hvatt er til samtals meðal almennings, heilbrigðisstarfsfólks og yfirvalda um það hvað felst í því að veikjast af lífsógnandi sjúkdómi og hvernig við sem samfélag best getum veitt góða þjónustu til þeirra sem á henni þurfa að halda.
Sjá nánar hér: http://www.thewhpca.org/
Í tilefni af alþjóðadeginum fóru fulltrúar Lífsins í útvarpsviðtal sem má hlýða á hér:
https://www.ruv.is/utvarp/spila/mannlegi-thatturinn/23616?ep=7hlf2b
Af sama tilefni var birt grein á netmiðli Fréttablaðsins sem fá finna hér:
https://www.frettabladid.is/skodun/liknarmedferd-ekki-eingongu-vid-lok-lifs/
Frestur til að skrá sig á Námstefnuna er til miðnættis, sunnudaginn 12. maí 2019 næstkomandi
Stjórn Lífsins sendir félagsmönnum og öllu áhugafólki um líknarmeðferð nær og fjær okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og gæfuríkt komandi ár, með þakklæti fyrir allt samstarf og stuðning á árinu sem er að líða.
Meðfylgjandi er fréttabréf aðventunnar.
Af umhverfissjónarmiðum hefur verið ákveðið að senda fréttabréfin aðeins með rafrænum hætti til félagsmanna.
Lífið vekur athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar (World Hospice and Palliative Care Day) sem haldinn verður hátíðlegur laugardaginn 13. október 2018.
Í ár er yfirskriftin "Because I matter" eða "Vegna þess að ég skipti máli".
Markmið með alþjóðlegum degi líknarmeðferðar hefur verið að breiða út boðskap og auka aðgengi að líknarmeðferð á alþjóðavísu. Það er þörf á vitundarvakningu og auknum skilningi á þörfum einstaklinga með lífsógnandi sjúkdóma, hvort sem þarfirnar eru af læknisfræðilegum, sálfélagslegum eða tilvistarlegum/trúarlegum toga.
Þema ársins 2018 snýr að reynslu þeirra sem þurfa eða hafa þurft á líknarmeðferð að halda, sjúklinga og aðstandenda.
Sjá nánar á eftirfarandi slóð http://www.thewhpca.org/world-hospice-and-palliative-care-day
Fylgist einnig með á Twitter #BecauseIMatter
Kæra félagsfólk.
Stjórn Lífsins boðar hér með til aðalfundar samtakanna þann 2. maí n.k. kl. 16:30.
Aðalfundur Lífsins- samtaka um líknarmeðferð verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins,
Skógarhlíð 8, miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 16:30.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla formanns
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Ákvörðun um félagsgjöld
5. Kosning í stjórn – Samkvæmt 4 gr.
6. Önnur mál.
7. Léttar veitingar og almennar umræður um stefnur og strauma í líknarmeðferð.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest !
Bestu kveðjur frá stjórn Lífsins.
Málþing í tilefni af 30 ára afmæli Heimahlynningar, 20 ára afmæli líknarráðgjafateymis Landspítala og 10 ára afmæli Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins var haldið 6. október eins (sjá auglýsingu neðar á síðu). Hér má finna glærur þar sem við getum rifjað upp það sem þar fór fram.
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir formaður Lífsins kynnir í þessu myndbandi alþjóðlegan dag líknarmeðferðar sem er verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 14. október. Yfirskrift þessa árs er ,,Aðgengi að heilbrigðisþjónustu og líknarmeðferð á alþjóðavísu”.
Kæra félagsfólk.
Stjórn Lífsins vekur athygli á áhugaverðu málþingi "Óður til framtíðar" í tilefni af 30 ára afmæli Heimahlynningar, 20 ára afmæli líknarráðgjafateymis Landspítala og 10 ára afmæli Ráðgjafaþjónustu Krabbameinssfélagsins. Málþingið verður haldið í Hringsal Landspítala við Hringbraut föstudaginn 6. október 2017 kl 13:00-16:00.
Kæra félagsfólk.
Stjórn Lífsins boðar hér með til aðalfundar samtakanna þann 29. maí n.k. kl. 17.00.
Félagsmönnum hefur borist tilkynning um lagabreytingu í tölvupósti og eru hvattir til að kynna sér það og koma með athugasemdir til stjórnar skv. lögum félgasins.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Bestu kveðjur fyrir hönd stjórnar Lífsins,
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, formaður
Lífið - samtök um líknarmeðferð hefur staðið að árlegum námskeiðum fyrir fagfólk undanfarin ár. Að þessu sinni mun vera lögð áhersla á mikilvægi þess að veita fjölskyldu og aðstandendum sérstaka athygli í alvarlegum veikindum. Námskeiðið ber því yfirskriftina:
Námskeiðið verður í Háteigskirkju miðvikudaginn 26. apríl 2017. Dagskráin, sem spannar allan daginn, hefst kl. 8.30 en húsið opnar kl. 08.00. Dagskráin er í smíðum en verður birt á næstu dögum. Hvetjum við félagsmenn og alla þá sem hafa áhuga á málefnum líknarmeðferðar að taka daginn frá.
Skráning fer fram á vef Lífsins (lsl.is - Umsóknir og Skráning), þátttökugjald er 13.000 kr. fyrir félagsmenn, 18.000kr. fyrir aðra, en námsmenn borga 9.000kr. Innifalið í verði er hádegisverður og aðrar veitingar. Við minnum á styrki stéttarfélaga til að fá ráðstefnugjald endurgreitt.
Vonumst til að sjá þig.
Erfitt getur verið að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran sem haldin er nú í sautjánda sinn er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í þessum aðstæðum.
Hamrahlíðakórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Jóhannes M. Gunnarsson læknir les ritningarlestur.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flytur hugvekju.
Í lok stundarinnar verður haldin minningarstund þar sem kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna.
Boðið verður upp á léttar veitingar að stundinni lokinni. Samveran er túlkuð á táknmáli
Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar 8. október 2016
Alþjóðlegur dagur líknarmeðferðar er haldinn ár hvert. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli og auka skilning á líknarmeðferð og styðja við þá meðferð á alþjóðavettvangi. Hvert ár hefur ákveðna yfirskrift og er yfirskrift dagsins í ár: Að lifa og deyja í sársauka – Það þarf ekki að vera raunin (“Living and dying in pain: It doesn´t have to happen”).
Í tilefni af alþjóðlegum degi líknarmeðferðar er verið að vinna að heildaruppfærslu og endurskoðun á vefsíðu Lífsins – samtaka um líknarmeðferð www.lsl.is. Ný og endurbætt vefsíða verður tekin í notkun nú í októbermánuði. Heilbrigðisstarfsfólk er hvatt til þess að kynna sér hugmyndafræði líknarmeðferðar enn frekar. Aukin þekking á líknarmeðferð og efling líknarmeðferðar stuðlar að betri þjónustu við öll þau sem haldin eru lífsógnandi sjúkdómum sem og fjölskyldur þeirra.
http://www.visir.is/lifsgaedi-og-lifsognandi-sjukdomur/article/2016161009014
Aðalfundur Lífsins- samtaka um líknarmeðferð verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 26. apríl 2016 kl. 17.00.