Fréttir

Jólakveðja

Stjórn Lífsins sendir félagsmönnum og öllu áhugafólki um líknarmeðferð nær og fjær okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og gæfuríkt komandi ár, með þakklæti fyrir allt samstarf og stuðning á árinu sem er að líða. 

Meðfylgjandi er fréttabréf aðventunnar.

Af umhverfissjónarmiðum hefur verið ákveðið að senda fréttabréfin aðeins með rafrænum hætti til félagsmanna.

Lífið vekur athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar (World Hospice and Palliative Care Day) sem haldinn verður hátíðlegur laugardaginn 13. október 2018.

Í ár er yfirskriftin "Because I matter" eða "Vegna þess að ég skipti máli".

Markmið með alþjóðlegum degi líknarmeðferðar hefur verið að breiða út boðskap og auka aðgengi að líknarmeðferð á alþjóðavísu. Það er þörf á vitundarvakningu og auknum skilningi á þörfum einstaklinga með lífsógnandi sjúkdóma, hvort sem þarfirnar eru af læknisfræðilegum, sálfélagslegum eða tilvistarlegum/trúarlegum toga.

Þema ársins 2018 snýr að reynslu þeirra sem þurfa eða hafa þurft á líknarmeðferð að halda, sjúklinga og aðstandenda.

Sjá nánar á eftirfarandi slóð http://www.thewhpca.org/world-hospice-and-palliative-care-day

Fylgist einnig með á Twitter #BecauseIMatter

Aðalfundur Lífsins 2018

| Krabbameinsfélag Íslands, 4. hæð

Kæra félagsfólk.
Stjórn Lífsins boðar hér með til aðalfundar samtakanna þann 2. maí n.k. kl. 16:30.

Aðalfundur Lífsins- samtaka um líknarmeðferð verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins,
Skógarhlíð 8, miðvikudaginn 2. maí 2018 kl. 16:30.

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla formanns
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Ákvörðun um félagsgjöld
5. Kosning í stjórn – Samkvæmt 4 gr.
6. Önnur mál.
7. Léttar veitingar og almennar umræður um stefnur og strauma í líknarmeðferð.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest !
Bestu kveðjur frá stjórn Lífsins.